Steinunn Bergmann

https://isforsa.net/

Ís-Forsa - Samtök um rannsóknir í félagsráđgjöf - er félag ţeirra sem vilja styđja viđ og efla rannsóknir í félagsráđgjöf. Ís-Forsa var stofnađ í apríl 2002.

Efni

Aðalfundur Ís-Forsa 31. maí 2017

22.05.2017 11:51 - 3739 lestrar

Boðað er til aðalfundar Ís-Forsa miðvikudaginn 31. maí 2017 í Háskóla Íslands - Gimli stofa 102, kl. 16:15 

Aðalfundur er opinn öllum félagsmönnum.

DAGSKRÁ aðalfundar skv. 7. gr. laga samtakanna

Kosning fundarstjóra og ritara

 • Skýrsla stjórnar
 • Skýrslur nefnda og starfshópa eftir því sem við á
 • Reikningar félagsins
 • Lagabreytingar
 • Ákvörðun félagsgjalda
 • Stjórnarkjör
 • Kosning í önnur trúnaðarstörf
 • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
 • Önnur mál

Ráðstefna Norrænu velferðarvaktarinnar

12.09.2016 17:24 - 4623 lestrar

Lokaráðstefna Norrænu velferðarvaktarinnar verður haldin 10. nóvember nk. á hótel Hilton Nordica. Þar verður kynnt lokaafurð þriggja ára formennskuverkefnis Íslands í Norræna ráðherraráðinu.

Norræna velferðarvaktin er rannsóknarverkefni sem unnið hefur verið undir forystu Íslendinga, þeirra Guðnýjar Bjarkar Eydal, prófessors í HÍ, Stefáns Ólafssonar, prófessors í HÍ og Sigríðar Jónsdóttur, sérfræðings í velferðarráðuneytinu. Verkefnið miðar að því að rannsaka áhrif kreppa á velferðarkerfin, bera saman viðbrögð við kreppum, samræma varnir gagnvart framtíðaráskorunum og þróa norræna velferðarvísa til að auðvelda vöktun velferðar.

Aðalfyrirlesarar verða prófessor Jonas Pontusson og prófessor Lena Dominelli sem bæði búa yfir áralangri reynslu og þekkingu á þessu sviði.

Hér er krækja  á boðsbréf sem sent hefur verið út http://ministryofwelfare.is/invitation og hér er krækja á heimasíðu ráðstefnunnar þar sem hægt er að skrá sig www.nww.is.

Þátttökugjald er einungis 2000 kr. og er hádegisverður og kaffi innifalið í verðinu.

Best er að skrá sig sem fyrst á heimasíðunni því von er á skemmtilegri ráðstefnu og góðri þátttöku. Ráðstefnan fer fram á ensku.


Viðurkenning vegna framúrskarandi meistararitgerðar

13.06.2016 15:37 - 5138 lestrar

img_0531_400

Árlega auglýsir Ís-Forsa, samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf, eftir tilnefningum vegna framúrskarandi framlags til rannsókna á meistarastigi.  Að þessu sinni bárust þrjár tilnefningar vegna framúrskarandi ritgerðar sem lokið var 2014 og 2015. Áslaug Berta Guttormsdóttir vegna verkefnisins „Fósturbörn og skólaganga: Samvinna, þátttaka og valdefling“ sem er lokaverkefni til fullnaðar meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á sérkennslufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi er dr. Guðrún Kristinsdóttir prófessor við Menntavísindasvið.

Brynhildur Arthúrsdóttir vegna verkefnisins „Hún var tekin af mömmu sinni og ég af mömmu minni og búið til heimili fyrir okkur. Reynsla fólks af því að hafa alist upp á fjölskylduheimili“ sem er lokaverkefni í meistaranámi til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi er Lára Björnsdóttir aðjúnkt við Félagsráðgjafardeild HÍ. 

Svanhildur Inga Ólafsdóttir fyrir verkefnið „Sérfræðingur í málefnum barna - 74.gr. barnalaga nr. 76/2003“ sem er lokaverkefni í meistaranámi til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi er Unnur V. Ingólfsdóttir aðjúnkt við Félagsráðgjafardeild HÍ.

Viðurkenninguna hlaut Svanhildur Inga Ólafsdóttir vegna ritgerðar sinnar, Sérfræðingur í málefnum barna 74. gr. barnalaga. Í rannsókninni er fjallað um sérfræðinga í málefnum barna sem starfa skv. 74. gr. barnalaga nr. 76/2003 eftir breytingu á barnalögum árið 2013. Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að verið sé að rannsaka áhrif innleiðingar nýlegra breytinga í opinberri stjórnsýslu. Gagnasöfnun sé með þeim hætti að hún leyfi traustar ályktanir og niðurstöður hafi beint hagnýtt gildi. Draga þær fram vísbendingar um ójafnræði eftir búsetu þar sem aðstöðumunur er milli landshluta og aðkomu mismunandi fagstétta. Nýsköpunargildi og gagnsemi verkefnisins sé ótvírætt þar sem niðurstöðurnar geta nýst við innleiðingu og framkvæmd þeirra breytinga sem eru í gangi. Niðurstöður leiddu í ljós að ákvæðum um sérfræðiþekkingu í málefnum barna við vinnslu mála var ekki fylgt nógu vel eftir sérstaklega þegar horft var til landsbyggðar.

 


Aðalfundur Ís-Forsa 18. maí 2016

03.05.2016 13:17 - 4308 lestrar

Boðað er til aðalfundar Ís-Forsa miðvikudaginn 18. maí 2016 í Háskóla Íslands - Gimli stofa 102, kl. 16:15 

 

Aðalfundur er opinn öllum félagsmönnum.

DAGSKRÁ aðalfundar skv. 7. gr. laga samtakanna

Kosning fundarstjóra og ritara

 • Skýrsla stjórnar
 • Skýrslur nefnda og starfshópa eftir því sem við á
 • Reikningar félagsins
 • Lagabreytingar
 • Ákvörðun félagsgjalda
 • Stjórnarkjör
 • Kosning í önnur trúnaðarstörf
 • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
 • Önnur mál

Norræna FORSA ráðstefnan 2016

07.03.2016 16:01 - 4798 lestrar

Norræna FORSA ráðstefnan 2016 verður haldin í Kaupmannahöfn dagana 7. til 9. nóvember nk. undir yfirskriftinni:

Decisions, outcome and change - ákvarðanir, áhrif og breytingar

Ráðstefnan er skipulögð af Félagsráðgjafardeild Metropolitan University College í Kaupmannahöfn

sjá nánar á http://nordicsocialwork2016.dk/

Nordic FORSA/NOUSA conference 2016 - 7th of November - 9th of November
The Conference is Organized by Metropolitan University College, Department of Social Work, Copenhagen.

 


Félagsráðgjafarþing 2016

19.01.2016 13:45 - 4807 lestrar

Föstudaginn 19. febrúar 2016 er þriðja Félagsráðgjafaþingið sem í ár hefur yfirskriftina Félagsráðgjöf: Þróun og gæði.  

Skráning er hér: https://docs.google.com/forms/d/1jypqHZ4FoxvBxV3GLJnvpN7iCJdKfUeaqwyeoQH2bLQ/viewform

Aðalfyrirlesari í ár er Beth Anderson, yfirmaður rannsókna hjá SCIE (Social Care Institute of Excellence), sem kynnir gæðaverkefni sem stofnunin vann með ungu fólki með það að markmiði að búa til gæðavísa í félagsþjónustu fyrir börn. Yfirskrift erindis hennar er Quality Social Care: Looked after Children - Supporting young people in accessing a quality service.

 


« fyrri síđa | nćsta síđa »

Upp aftur

Vinstri hliđ

Leturstćrđir

Upp aftur

Póstlisti
Öryggiskóđi

Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd
Samtök félagsmálastjóra í Evrópu (ESN)
NSWR

Heimsóknir

3891 heimsóknir í dag og 635135 samtals
4016 flettingar í dag og 705744 samtals

Vefurinn fór í loftiđ 29.03.2007

Upp aftur