Steinunn Bergmann

https://isforsa.net/

Ís-Forsa - Samtök um rannsóknir í félagsráđgjöf - er félag ţeirra sem vilja styđja viđ og efla rannsóknir í félagsráđgjöf. Ís-Forsa var stofnađ í apríl 2002.

Efni

FORSA ráðstefnan í Þrándheimi – framlengdur frestur

08.05.2012 00:47 - 4131 lestrar

Vakin er athygli á breyttum dagsetningum vegna ráðstefnu í Þrándheimi í október í haust.

Nýverið var framlengdur frestur til að senda inn efni/útdrátt (frestur til 1. júní n.k.) og til skráningar á þátttöku á lægri þátttökugjaldi (frestur til 20. júní n.k.).

Félagsmenn Ís-Forsa eru hvattir til að kynna sér dagskrá ráðstefnunnar.

Hægt er að nálgast upplýsingar um skila á útdráttum á slóðinni:

http://www.nordicforsa2012.no/EN/pages/konferansebidrag.php

og um skráningu á ráðstefnuna

http://www.nordicforsa2012.no/EN/pages/pamelding.php


AÐALFUNDUR Ís-Forsa 10. maí n.k.

30.04.2012 08:15 - 5057 lestrar

Boðað er til aðalfundar Ís-Forsa 10. maí 2012 í Háskóli Íslands í Gimli, G 103 kl. 16:30.

Að þessu sinni er ekki boðað til málþings í tengslum við aðalfund, en hátíðarmálþing vegna 10 ára afmælis Ís-Forsa verður haldið í haust og verður það auglýst er nær dregur.

Aðalfundur er opinn öllum félagsmönnum.

DAGSKRÁ aðalfundar skv.  7. gr. laga samtakanna

  • Kosning fundarstjóra og ritara
  • Afhending viðurkenningar vegna framúrskarandi meistararitgerðir
  • Skýrsla stjórnar
  • Skýrslur nefnda og starfshópa eftir því sem við á
  • Reikningar félagsins
  • Lagabreytingar
  • Ákvörðun félagsgjalda
  • Stjórnarkjör
  • Kosning í önnur trúnaðarstörf
  • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  • Önnur mál

Stjórn ÍS-Forsa

Sigríður Jónsdóttir, form.


4.-6. okt 2012 - FORSA ráðstefna í Þrándheimi

04.02.2012 16:39 - 7070 lestrar

Nýverið var sent út boð á níundu FORSA ráðstefnuna sem haldin verður í Þrándheimi,  4. - 6. október 2012. Yfirskrif ráðstefnunnar er "Partnership in social work - active collaboration with different actors".

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á slóðinni www.nordicforsa2012.no (slóðin verður opnuð 10. febrúar n.k.)

Ís-Forsa félagar hvattir til að kynna efni ráðstefnunnar (hér) .

 

Meðfylgjandi er úr dreifibréfi vegna ráðstefnunnar:

We invite you- practitioners, researchers, teachers, students, user's representatives, and policymakers - who are interested in development, research and education in  social work, to three inspiring days in Trondheim.

FORSA conference will be held in Clarion Hotel & Congress Trondheim www.choice.no.

Keynote Speakers

Graham Clifford, Professor, Sør-Trøndelag University College

Ilse Julkunen, Professor, University of Helsinki

John Pinkerton, Professor, Queen's University, Belfast

Lars Uggerhøj, Assistant Professor , University of Aalborg

Important dates

Abstract submission deadline:      May 1st  2012

Notice of acceptance:                  June 1st 2012

Early registration deadline:          June 15th, 2012

Last registration deadline:           September 3th  , 2012

 

Pre-conference:  3 of October , 2012   "Social work education in Trondheim - 50 years". Further information http://hist.no/content/45608/Jubileumsseminar


Ritröð RBF og Ís-Forsa

18.01.2012 14:00 - 3971 lestrar

Vakin er athygli á Ritröð RBF sem gefin er út í samstarfi við Ís-Forsa síðan 2006. Út eru komnar fimm ritraðir/hefti sem aðgengileg eru á vef RBF.

Eftirfarandi eru efnisheiti og höfundar:
1.    Viðhorf eldra fólks: Rannsókn á viðhorfi og vilja aldraðra sem búa í heimahúsum
       Höfundur: Sigurveig H. Sigurðardóttir,
2.    Kvennasmiðjan: Rannsókn á endurhæfingu fyrir einstæðar mæður með langvarandi félagslegan vanda
       Höfundur: Kristín Lilja Diðriksdóttir
3.    Félagsleg skilyrði og lífsgæði: Rannsókn á högum einstæðra foreldra á Ásbrú/Keili í Reykjanesbæ
       Höfundar: Sigrún Júlíusdóttir og Sólveig Sigurðardóttir
4.    Flóttabörn á Íslandi: Niðurstöður rannsóknar á viðhorfum og reynslu flóttabarna
       Höfundar: Guðbjörg Ottósdóttir og Helena N. Wolimbwa
5.    Verkefni, vinnuumhverfi og líðan starfsfólks í umönnun aldraðra á Íslandi. Norræn samanburðarrannsókn
       Höfundur: Elísabet Karlsdóttir

Næsta ritröð kemur væntanlega út í lok þessa mánaðar.


Tímaritið NSWR - Opinn aðgangur fram í febrúar 2012.

18.01.2012 13:24 - 4890 lestrar
Félagar Ís-Forsa eru hvattir til að nýta sér opinn aðgang að tímaritinu NSWR (Nordic Social Work Research). Fyrstu tvö tölublöðin komu út í júní og nóvember á árinu 2011 og er fyrra tölublaðið í opnum aðgangi - sjá slóð hér.

Samtök félagsmálastjóra í Evrópu (ESN)

30.11.2011 13:21 - 4310 lestrar

ESN samtökin voru stofnuð 1998 og hafa m.a. á stefnuskrá sinni að efla rannsóknir og og styðja framkvæmdastjóra í sveitarfélögum/ nærþjónustu, við skipulagningu og framkvæmd félags- og heilbrigðisþjónustu. Á heimasíðu samtakanna er að finna upplýsingar um reglulega fundi og ráðstefnur, verkefna- og rannsóknaskýrslur um ýmsa þætti félagsþjónustu sveitarfélaga í Evrópu. Samtök félagsmálastjóra á Íslandi eru aðilar að samtökunum.

Hér vinstramegin á síðunni er merki ESN og hægt að fara þar beint á heimasíðu samtakanna.


« fyrri síđa | nćsta síđa »

Upp aftur

Vinstri hliđ

Leturstćrđir

Upp aftur

Póstlisti




Öryggiskóđi

Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd
Samtök félagsmálastjóra í Evrópu (ESN)
NSWR

Heimsóknir

247 heimsóknir í dag og 611406 samtals
247 flettingar í dag og 679941 samtals

Vefurinn fór í loftiđ 29.03.2007

Upp aftur