Steinunn Bergmann

https://isforsa.net/

Ís-Forsa - Samtök um rannsóknir í félagsráđgjöf - er félag ţeirra sem vilja styđja viđ og efla rannsóknir í félagsráđgjöf. Ís-Forsa var stofnađ í apríl 2002.

Efni

Málþing 12. okt 2012 - Ís-Forsa 10 ára

09.08.2012 18:19 - 4403 lestrar

Nú eru 10 ár síðan Ís-Forsa tók til starfa. Í tilefni þessara tímamóta ákvað stjórn Ís-Forsa að senda Ís-Forsa félögum tvö nýjustu eintök ritraðar Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd (RBF) og Ís-Forsa. Í öðru heftinu er fjallað um öldrunarmál Verkefni, vinnuumhverfi og líðan starfsfólks í umönnun aldraðra á Íslandi. Norræn samanburðarrannsókn (Höf:Elísabet Karlsdóttir, framkvæmdastýra RBF) og í hinu er fjallað um barnaverndarstarf „Það kemur alveg nýtt look á fólk". Rannsókn á gerð áætlana um meðferð máls í barnaverndarstarfi. (Höf: Anni G. Haugen, lektor við Félagsráðgjafardeild HÍ). Alls hafa 6 hefti verið gefin út. Ritröðina má nálgast á heimasíðu RBF (http://www.rbf.is/ritrod_rbf).

Þann 12. október verður árlegt málþing Ís-Forsa haldið. Að þessu sinni verður það afmælismálþing, undir yfirskriftinni „Samþætting, þátttaka og virkni". Á málþinginu verður fjallað um samspil notenda, þjónustukerfa og vinnumarkaðar, með áherslu á hópa sem eru í veikri stöðu á vinnumarkaði. Hver er stefnan hérlendis í þessum málum? Hvert er hlutverk ríkisins, sveitarfélaga, og annarra aðila sem að málum koma? Til hvaða aðgerða hefur verið gripið? Hvað segja rannsóknarniðurstöður okkur um árangur?

Í Noregi hefur sl. ár verið unnið að einu stærsta umbótaverkefni á sviði velferðarþjónustu þar í landi, sem gengur undir heitinu NAV. Þar sameina sveitarfélög og ríki krafta sína, og þjónusta sem áður var veitt af þremur aðilum, Vinnumálastofnun, Tryggingastofnun og félagsþjónustu sveitarfélaganna, er sameinuð undir einum hatti. Einn af fyrirlestrunum á málþinginu verður um aðdraganda, aðgerðir og árangur NAV, haldinn af einum helsta sérfræðingi í Noregi á þessu sviði, sem ber ábyrgð á árangursmati NAV .

Mikilvægt er að fá frekari umfjöllun og umræðu um þessi mál í ljósi aðstæðna og reynslu hérlendis og erlendis frá. Hvað virkar og hvert viljum við stefna á grundvelli þeirra rannsóknarniðurstaðna og þekkingar sem liggur fyrir.

Taktu frá daginn - 12. október 2012 kl. 13.

Með góðri kveðju og ósk um ánægjulegt sumar

Sigríður Jónsdóttir

formaður Ís-Forsa

Upp aftur

Vinstri hliđ

Leturstćrđir

Upp aftur

Póstlisti




Öryggiskóđi

Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd
Samtök félagsmálastjóra í Evrópu (ESN)
NSWR

Heimsóknir

129 heimsóknir í dag og 617173 samtals
169 flettingar í dag og 686277 samtals

Vefurinn fór í loftiđ 29.03.2007

Upp aftur