Steinunn Bergmann

https://isforsa.net/

Ís-Forsa - Samtök um rannsóknir í félagsráđgjöf - er félag ţeirra sem vilja styđja viđ og efla rannsóknir í félagsráđgjöf. Ís-Forsa var stofnađ í apríl 2002.

Efni

Vel sótt málþing Ís-Forsa

21.10.2012 22:53 - 5293 lestrar

formgkelly_120Á 10 ára starfsafmæli Ís-Forsa þann 12.10. 2012 var haldið málþing undir heitinu „Samþætting þjónustu -þátttaka og virkni". Til umfjöllunar var samþætting þjónustu, samstarf og þátttaka með sérstakri áherslu á virkni á atvinnumarkaði og starfsendurhæfingu.

Formaður Ís- Forsa opnaði málþingið og tilgreindi m.a. markmið samtakanna sem er að styrkja og auka rannsóknir í félagsráðgjöf og á sviði velferðarmála, fjölga greinaskrifum í tímarit, standa að málþingum og ráðstefnum, eða m.ö.o. að  stuðla að og miðla þekkingu, sem og að byggja brú milli fræða og fags, m.a. með rannsóknarsamstarfi háskóla og starfsvettvangs. Við opnun þingsins var dr. Guðrúnu Kristinsdóttur prófessor og fyrsta formanni Ís-Forsa veitt heiðursviðurkenning í þakklætisskyni fyrir frumherjastarf og elju við starf að málefnum samtakanna í þau 10 ár sem það hefur starfað. Einnig tók dr. Sigrún Júlíusdóttir prófessor og formaður Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd (RBF) við styrk sem stjórn Ís-Forsa veitti Rannsókna- og þróunarsjóði RBF, sem var stofnaður á 5 ára afmæli rannsóknarstofnunarinnar. Með því vill stjórnin styðja enn frekar við rannsóknarstarf á þessu sviði hérlendis.

Að því loknu hófst hefðbundin dagskrá, Ellý Alda Þorsteinsdóttir skrifstofustjóri hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar tók við málþingsstjórn og Guðrún Sigurjónsdóttir sérfræðingur í velferðarráðuneyti gerði grein fyrir lagasetningu og stefnumótun í starfsendurhæfingarmálum hérlendis.

Fyrirlesarar á málþinginu voru Anne Lise Fimreite, prófessor við Háskólann í Bergen sem stýrir árangursmati vegna NAV verkefnisins í Noregi og fjallaði hún um markmið með skipulagsbreytingunum og árangursmat, en  NAV er heiti á stórfelldu umbótaverkefni í Noregi þar sem umsækjendur um þjónustu Tryggingastofnunar, Vinnumálastofnunar og fjárhagsaðstoð félagsþjónustu sveitarfélaganna sækja þjónustu um einar dyr „one stop shop". Erla Björg Sigurðardóttir doktorsnemi fjallaði um samanburð á framkvæmd starfsendurhæfingarúrræða í Þrándheimi og í Reykjavík og Halldór Guðmundsson lektor um áhrif starfsendurhæfingarúrræða og reynsluna hérlendis.

Þátttakendur á málþinginu voru tæplega 100.

Slæður fyrirlesara má nálgast hér.

(Dagskrá , Guðrún Sigurjónsdóttir , Anne Lise Fimreite , Erla Björg Sigurðardóttir , Halldór S. Guðmundsson )

Upp aftur

Vinstri hliđ

Leturstćrđir

Upp aftur

Póstlisti




Öryggiskóđi

Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd
Samtök félagsmálastjóra í Evrópu (ESN)
NSWR

Heimsóknir

273 heimsóknir í dag og 617035 samtals
273 flettingar í dag og 686099 samtals

Vefurinn fór í loftiđ 29.03.2007

Upp aftur