Steinunn Bergmann

https://isforsa.net/

Ís-Forsa - Samtök um rannsóknir í félagsráđgjöf - er félag ţeirra sem vilja styđja viđ og efla rannsóknir í félagsráđgjöf. Ís-Forsa var stofnađ í apríl 2002.

Efni

Viðurkenning vegna framúrskarandi meistararitgerðar

13.06.2016 15:37 - 5041 lestrar

img_0531_400

Árlega auglýsir Ís-Forsa, samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf, eftir tilnefningum vegna framúrskarandi framlags til rannsókna á meistarastigi.  Að þessu sinni bárust þrjár tilnefningar vegna framúrskarandi ritgerðar sem lokið var 2014 og 2015. Áslaug Berta Guttormsdóttir vegna verkefnisins „Fósturbörn og skólaganga: Samvinna, þátttaka og valdefling“ sem er lokaverkefni til fullnaðar meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á sérkennslufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi er dr. Guðrún Kristinsdóttir prófessor við Menntavísindasvið.

Brynhildur Arthúrsdóttir vegna verkefnisins „Hún var tekin af mömmu sinni og ég af mömmu minni og búið til heimili fyrir okkur. Reynsla fólks af því að hafa alist upp á fjölskylduheimili“ sem er lokaverkefni í meistaranámi til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi er Lára Björnsdóttir aðjúnkt við Félagsráðgjafardeild HÍ. 

Svanhildur Inga Ólafsdóttir fyrir verkefnið „Sérfræðingur í málefnum barna - 74.gr. barnalaga nr. 76/2003“ sem er lokaverkefni í meistaranámi til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi er Unnur V. Ingólfsdóttir aðjúnkt við Félagsráðgjafardeild HÍ.

Viðurkenninguna hlaut Svanhildur Inga Ólafsdóttir vegna ritgerðar sinnar, Sérfræðingur í málefnum barna 74. gr. barnalaga. Í rannsókninni er fjallað um sérfræðinga í málefnum barna sem starfa skv. 74. gr. barnalaga nr. 76/2003 eftir breytingu á barnalögum árið 2013. Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að verið sé að rannsaka áhrif innleiðingar nýlegra breytinga í opinberri stjórnsýslu. Gagnasöfnun sé með þeim hætti að hún leyfi traustar ályktanir og niðurstöður hafi beint hagnýtt gildi. Draga þær fram vísbendingar um ójafnræði eftir búsetu þar sem aðstöðumunur er milli landshluta og aðkomu mismunandi fagstétta. Nýsköpunargildi og gagnsemi verkefnisins sé ótvírætt þar sem niðurstöðurnar geta nýst við innleiðingu og framkvæmd þeirra breytinga sem eru í gangi. Niðurstöður leiddu í ljós að ákvæðum um sérfræðiþekkingu í málefnum barna við vinnslu mála var ekki fylgt nógu vel eftir sérstaklega þegar horft var til landsbyggðar.

 

Upp aftur

Vinstri hliđ

Leturstćrđir

Upp aftur

Póstlisti
Öryggiskóđi

Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd
Samtök félagsmálastjóra í Evrópu (ESN)
NSWR

Heimsóknir

67 heimsóknir í dag og 617590 samtals
67 flettingar í dag og 686694 samtals

Vefurinn fór í loftiđ 29.03.2007

Upp aftur