Steinunn Bergmann

https://isforsa.net/

Ís-Forsa - Samtök um rannsóknir í félagsráđgjöf - er félag ţeirra sem vilja styđja viđ og efla rannsóknir í félagsráđgjöf. Ís-Forsa var stofnađ í apríl 2002.

Efni

Norræn ráðstefna í Reykjavík 11.-13. ágúst 2011 - fyrsta tilkynning

26.07.2010 14:35 - 5691 lestrar

Nýverið var send út fyrsta tilkynning um sameiginlega Norræna ráðstefnu um velferðarmál sem haldin verður í Reykjavík í ágúst 2011. Meðal undirbúningsaðila er Ís-Forsa.

Ráðstefnan er tilvalið tækifæri til umræðu um hugmyndir og þróun velferðarmála, stefnumótun, vinnuaðferðir og rannsóknir í Norrænu ljósi.

Meðal aðalfyrirlesara verða:

Björn Hvinden, Professor, Head of Research & Deputy Director Norwegian Social Research (NOVA),
Jan Tøssebro, Professor. The Norwegian University of Science and Technology.
Jorma Sipilä, Professor (emeritus). University of Tampere.
Rannveig Traustadóttir, Professor. University of Iceland.
Sigrún Júlíusdóttir, Professor.University of Iceland.

 

Athugið eftirfarandi dagsetningar:

February 1st 2011 Abstract submission deadline
April 1st 2011 Abstract acceptance information
June 15st 2011 Early registration deadline

 

Nánar á slóðinni: http://gestamottakan.is/welfare2011/home.html 


Viðurkenningu fyrir framúrskarandi meistararitgerð

11.05.2010 23:13 - 5437 lestrar
 

afhnendingvidurkenn_120Samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf, Ís-Forsa, er hluti norrænna systursamtaka sem vinna að framgangi rannsókna og fagþróunar í félagsráðgjöf. Stjórn Ís-Forsa veitti í fyrsta sinn viðurkenningu fyrir framúrskarandi meistararitgerð á sviði velferðarmála á árlegu málþingi sínu sem haldið var 11. maí 2010, þar sem fjallað var um gæðavísa og matsaðferðir í velferðarþjónustu. Sérstök nefnd metur ritgerðir sem tilnefndar eru af háskólakennurum.

Þrír einstaklingar sem luku meistaraprófi á sviði velferðarmála árið 2009 með framúrskarandi árangri voru tilnefndir. Þeir voru Óskar Dýrmundur Ólafsson fyrir ritgerð sína, Akureyrarlíkanið. Aðferðir og áhrif stjórnunar á samþættingu í þjónustu Akureyrarbæjar, Steinunn K. Jónsdóttir fyrir ritgerð sína, Sérhannað húsnæði aldraðra: Stefnumótun og löggjöf á Íslandi 1983-2008 og Soffía Stefanía Egilsdóttir sem hlaut viðurkenningu Ís-Forsa, fyrir ritgerð sína, Samskipti aðstandenda og starfsfólks á hjúkrunarheimilum: Að dansa í takt.

Með veitingu viðurkenningarinnar vill stjórn Ís-Forsa stuðla að viðgangi framhaldsnáms á sviði velferðaþjónustu og að viðurkenning fyrir framúrskarandi framlag til rannsókna á meistarastigi geti orðið hvatning og stuðlað að vandaðri nýsköpun þekkingar.

Þeir sem vilja kynna sér nánar efni ritgerðanna er bent á að hægt er að skoða/lesa þær á www.skemman.is


Málþing Ís-Forsa og samstarfsaðila 11. maí n.k.

22.04.2010 09:37 - 4792 lestrar

Gæðavísar og matsaðferðir í velferðarþjónustu 

(erindi málþingsins er hægt að skoða undir flipanum Málþing, málþing 2010 - http://isforsa.net/sida/malting2010/ )

Málþing Ís-Forsa og samstarfsaðila
Haldið 11. maí 2010 kl. 13.00-15.00
í Háskóla Íslands, Odda, stofu 201

Málþingsstjóri: Lára Björnsdóttir formaður velferðarvaktarinnar

12:30    Skráning
13:00     Setning:  Sigríður Jónsdóttir, formaður Ís-Forsa
13:10    Staðlar fyrir vistun eða fóstur barna á vegum barnaverndaryfirvalda: Bryndís Guðmundsdóttir uppeldisfræðingur, sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu.     
13:35    Mælikvarði á gæði ? Gæðavísar í heilbrigðisþjónustu:   Laura Scheving Thorsteinsson hjúkrunarfræðingur, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu og aðjúnkt við Háskóla Íslands.
14:00    Kaffi
14:20    Gæðaviðmið í öldrunarþjónustu: Jón Björnsson sálfræðingur og rithöfundur.
14:45    Viðurkenning fyrir framúrskarandi framlag til rannsókna á meistarastigi á sviði velferðarmála
15:00    Málþingslok

Skráning hjá Rannsóknasetri í barna- og fjölskylduvernd, netfangið er rbf@hi.is. Félagar í  Ís-Forsa eru hvattir til að koma með veggspjöld um rannsóknir og þróunarverkefni sín. 

Aðgangseyrir er 2.000 kr.
Nemendur í fullu námi greiða ekki aðgangseyri, aðrir nemendur greiða kr. 1.000,-

Málþingið er opið öllum.


Tilnefningar um framúrskarandi framlag til rannsókna á meistarastigi á sviði velferðarmála.

16.03.2010 22:47 - 6007 lestrar

Á aðalfundi Ís-Forsa árið 2009 var samþykkt að samtökin veiti viðurkenningu fyrir framúrskarandi meistararitgerð á sviði velferðarmála.

Auglýst verði  árlega meðal háskólakennara eftir tilnefningum.  Sérstök nefnd metur ritgerðir sem tilnefndar verða. Viðurkenningin verði veitt á árlegu málþingi Ís-Forsa.

Fyrir hönd Ís-Forsa er nú leitað ábendinga og óskað tilnefningar á framúrskarandi ritgerð/rannsókn sem lokið var á árinu 2009.

Á meðfylgjandi blaði er að finna lýsingu á framgangi við val á ritgerð vegna tilnefningarinnar.


Vordraumar og vetrarkvíði - félagsþjónusta í andstreymi

18.11.2009 22:42 - 5657 lestrar

Málþing félagsmálastjóra á Íslandi Salnum í Kópavogi föstudaginn 20. nóvember 2009 kl. 13:00 til 17:00

Sveitarfélögin og félagsþjónusta þeirra hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna efnahagsástandsins, aukin eftirspurn er eftir þjónustu, nýir notendur og ný viðfangsefni knýja dyra, þeir sem fyrir voru eru verr settir, starfsmenn hafa margir orðið fyrir áföllum eins og notendur. Það hriktir í þekktum aðferðum og bjargir eru af skornari skammti en áður.

Samtök félagsmálastjóra á Íslandi fagna aldarfjórðungsafmæli um þessar mundir og vilja á þeim tímamótum beina sjónum að tækifærum sem þessi staða færir, horfa fram á veginn í stað þrenginga.

Spurt er um möguleika sveitarfélaganna og félagsþjónustunnar, um þýðingu hjartans fyrir siðferðislífið og hvers vegna er ekki nóg að vera bara rökvís, gáfaður og klár, um skáldlega sýn á glímuna við reiðina og leit stjórnandans að árangri á tímum breytinga, auraleysis og aðhalds, um starfsmanninn sem situr í súpunni , um auð einstaklingsins og mikilvægi réttlætis og jafnræðis við endurreisn farsæls samfélags.

Dagskráin - smellið hér.


Stjórnin fundaði 16 sept. sl.

29.10.2009 19:21 - 5091 lestrar
 

Í nýskipaðri stjórn eru auk Sigríðar Jónsdóttur formanns, Helga G. Halldórsdóttir, Halldór S. Guðmundsson, Steinunn Bergmann og Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir.  Varamenn eru Vilmar Pétursson og Sólveig Reynisdóttir.   Rætt var um starfsemina framundan,  heppilega fundartíma og fyrirkomulag þeirra.  Fram kom að tíminn 15:30 á miðvikudögum og jafnvel 8:30 á mánudögum kæmu helst til greina. Rætt var um að varamenn fengju tölvupóst og fundarboð, æskilegt væri að varamenn fylgdust vel með og mættu sem oftast.  

Meðal annars var fjallað um eftirfarandi:

Norræn ráðstefna hér á landi 2011

Fram kom að þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem NSHK ætla að halda sameiginlega ráðstefnu.  Dagsetningarnar í júní sem höfðu verið til umræðu hentuðu ekki þegar til kom og nú hafa allir aðilar samþykkt að stefna að 11.-13. ágúst 2011 í Reykjavík

Önnur mál.

Fram kom að árið 2010 væri alþjóðlegt ár í baráttunni gegn fátækt og gott að hafa það í huga varðandi málþing á því ári. Ákveðið að ræða á næsta fundi m.a. um breytingar á vef samtakanna og meiri nýtingu á honum.  Einnig ætlunin að  huga að fyrirkomulagi og reglum um viðurkenningar sem samtökin hafa samþykkt að veita  ár hvert fyrir framúrskarandi meistararitgerð á  sviði velferðarmála.  Rætt um að leita leiða í vetur til að fjölga félögum innan samtakanna.


« fyrri síđa | nćsta síđa »

Upp aftur

Vinstri hliđ

Leturstćrđir

Upp aftur

Póstlisti




Öryggiskóđi

Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd
Samtök félagsmálastjóra í Evrópu (ESN)
NSWR

Heimsóknir

183 heimsóknir í dag og 626221 samtals
183 flettingar í dag og 696126 samtals

Vefurinn fór í loftiđ 29.03.2007

Upp aftur