Steinunn Bergmann

https://isforsa.net/

Ís-Forsa - Samtök um rannsóknir í félagsráđgjöf - er félag ţeirra sem vilja styđja viđ og efla rannsóknir í félagsráđgjöf. Ís-Forsa var stofnađ í apríl 2002.

Efni

Efni frá Norrænu ráðstefnunni, 11.-13. ágúst 2011

30.11.2011 12:12 - 3963 lestrar

Vakin er athygli á að efni frá Norrænu ráðstefnunni um velferðarmál sem haldin var í Reykjavík 11.-13. ágúst 2011, er aðgengilegt á heimasíðu Gestamóttökunnar. Þar er að finna glæruefni fyrirlesara. Sjá á http://gestamottakan.is/welfare2011/speakers-slides.html

Unnið er að undirbúningi ráðstefnu sem áform eru um að halda í síðari hluta janúar 2012, sem byggi að stórum hluta á því efni sem íslensku fyrirlesararnir voru með og einnig að gerð verði samantekt á öðru efni sem flutt var á ráðstefnunni. Tilefni þessa er að miðla efninu enn frekar til félagsmanna þeirra íslensku samtaka sem stóðu að Norrænu ráðstefnunni.


FORSA ráðstefna 2012

11.10.2011 18:36 - 4297 lestrar

Vakin er athygli á næstu FORSA ráðstefnu sem haldin verður í Þrándheimi í 4.-6. okt 2012. Upplýsingar eru á meðf. auglýsingu um ráðstefnuna . Ís-Forsa félagar hvattir til að kynna efni ráðstefnunnar.


Viðurkenning fyrir framúrskarandi meistararitgerð

18.05.2011 10:34 - 5126 lestrar

Samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf, Ís-Forsa, er hluti norrænna systursamtaka semvinna að framgangi rannsókna og fagþróunar í félagsráðgjöf.

Þann 12. maí 2011 veitti stjórn Ís-Forsa, í annað sinn viðurkenningu fyrir framúrskarandi meistararitgerð á sviði velferðarmála. Viðurkenningin var afhent á aðalfundi samtakanna.  Sérstök sérfræðinganefnd metur ritgerðir sem tilnefndar eru af háskólakennurum.

Tveir einstaklingar sem luku meistaraprófi á sviði velferðarmála árið 2010 með framúrskarandi árangri voru tilnefndir. Þeir voru Antonía María Gestsdóttir fyrir ritgerð sína, Mat á skólamiðaðri geðheilsufræðslu fyrir unglinga. Áhersla á þekkingu, viðhorf, hjálparsækni og úrræði og Agnes Gísladóttir fyrir ritgerð sína, Tíðni og einkenni kynferðisofbeldis gegn konum sem leituðu til Neyðarmóttöku á árunum 1998 til 2007. Þær útskrifuðust báðar með gráðuna Master of Public Health í febrúar 2010.

Að þessu sinni hlaut Antonía María Gestsdóttir viðurkenninguna fyrir ritgerð sína um mat á skólamiðaðri geðheilsufræðslu fyrir unglinga.

Með veitingu þessarar viðurkenningar vill stjórn Ís-Forsa stuðla að viðgangi framhaldsnáms á sviði velferðaþjónustu og telur að viðurkenning fyrir framúrskarandi framlag til rannsókna á meistarastigi getur orðið nemum hvatning og stuðlað að vandaðri nýsköpun þekkingar.

Myndin er frá afhendingu viðurkenningarinnar. F.v. Agnes Gísladóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir samstarfskona Antoníu sem tók við viðurkenningu fyrir hönd hennar og Sigríður Jónsdóttir, formaður Ís-Forsa. Á minni mynd til hægri er Antonía María Gestsdóttir.

2011afhendingallarvef2_3918antoniamariavef_120

Aðalfundur Ís-Forsa - 2011. Haldin í framhaldi af afmælisdagskrá RBF.

28.04.2011 19:30 - 4538 lestrar

Aðalfundur Ís-Forsa.


Fimmtudaginn 12. maí 2011 kl 16.15 verður aðalfundur Ís-Forsa haldinn í tengslum við hátíðardagskrá Rannsóknarstofnunar í barna-  og fjölskylduvernd (RBF) vegna 5 ára afmælis stofnunarinnar. Hátíðardagskráin fer fram á Háskólatorgi í sal 102.  

Að þessu sinni verður ekki haldið sérstakt málþing á vegum ÍS-Forsa eins og undanfarin ár. Helgast það af því að Ís-Forsa er þetta árið einn af skipuleggjendum norrænnar ráðstefnu um VELFERÐ Á ÓVISSUTÍMUM sem haldin verður 11.-13. ágúst 2011 í Reykjavík, http://gestamottakan.is/welfare2011/home.html .

Meðlimir Ís-Forsa eru hvattir til að sækja  aðalfund Ís-Forsa (sjá í áðursendu fundarboði) í beinu framhaldi af hátíðardagskrá RBF. Aðalfundurinn verður haldinn í Gimli, tengibyggingu milli Odda og Háskólatorgs.

Með bestu kveðju,
Sigríður Jónsdóttir
formaður Ís- Forsa.


Nýtt norrænt tímarit - NSWR. Tilboð um áskrift félagsmanna

18.04.2011 22:01 - 4537 lestrar

Áskriftar-tilboð til félagsmanna Ís-Forsa

Nýtt norrænt tímarit um félagsráðgjöf og velferðarþjónustu,

Nordic Social Work Research.

 Síðast tölublað Nordisk Sosial Arbeid (NSA) kom út síðari hluta árs 2008. Árin þar á undan hafði átt sér stað töluverð umræða um framtíð NSA, fjármögnun með áskriftum, tungumál og dreifingu. Að frumkvæði FORSAsamtakanna á Norðurlöndum var unnið að því að kanna grundvöll fyrir nýtt tímarit á ensku sem fjallaði um norræn viðfangsefni og tók Guðrún Kristinsdóttir þáverandi formaður íslensku samtakanna (Ís-Forsa) þátt í þeirri vinnu. Síðari hluta árs 2010 náðust samningar við útgáfufyrirtækið Taylor & Francis um stofnun nýs tímarits undir heitinu Nordic Social Work Research (NSWR). Áætlað er að fyrsta hefti komi út vorið 2011. Tímaritið verður selt í áskrift, bæði á pappír og í vefaðgangi.

Sem hluti af undirbúningi að útgáfu NSWR eru samningar sem FORSA samtökin gerðu um að ábyrgjast lágmarksfjölda áskrifenda. Af því tilefni er félagsmönnum Ís-Forsa nú boðið að gerast áskrifendur á sérstökum kjörum. 

Þeir félagsmenn sem óska að gerast áskrifendur hins nýja tímarits NSWR eru vinsamlegast beðnir að senda staðfestingu um það til Guðlaugar Jónu Hilmarsdóttur, gjaldkera Ís-Forsa á netfangið gudlaugjona@arborg.is 


Ráðstefna í Lissabon í maí 2011 - kallað eftir erindum

23.11.2010 16:25 - 5529 lestrar

Í viðhengi eru upplýsingar um ráðstefnu í Lissabon í maí 2011 og kalli eftir erindum. Viðfangsefni ráðstefnunnar er félagsfræði og félagsráðgjöf, fortíð, nútíð, framtíð og rannsóknir í þessum fræðigreinum og skörun þeirra.

Viðhengi og upplýsingar eru hér.


« fyrri síđa | nćsta síđa »

Upp aftur

Vinstri hliđ

Leturstćrđir

Upp aftur

Póstlisti




Öryggiskóđi

Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd
Samtök félagsmálastjóra í Evrópu (ESN)
NSWR

Heimsóknir

414 heimsóknir í dag og 620149 samtals
415 flettingar í dag og 689752 samtals

Vefurinn fór í loftiđ 29.03.2007

Upp aftur