Steinunn Bergmann

https://isforsa.net/

Ís-Forsa - Samtök um rannsóknir í félagsráđgjöf - er félag ţeirra sem vilja styđja viđ og efla rannsóknir í félagsráđgjöf. Ís-Forsa var stofnađ í apríl 2002.

Efni

Nýtt norrænt tímarit - NSWR. Tilboð um áskrift félagsmanna

18.04.2011 22:01 - 4566 lestrar

Áskriftar-tilboð til félagsmanna Ís-Forsa

Nýtt norrænt tímarit um félagsráðgjöf og velferðarþjónustu,

Nordic Social Work Research.

 Síðast tölublað Nordisk Sosial Arbeid (NSA) kom út síðari hluta árs 2008. Árin þar á undan hafði átt sér stað töluverð umræða um framtíð NSA, fjármögnun með áskriftum, tungumál og dreifingu. Að frumkvæði FORSAsamtakanna á Norðurlöndum var unnið að því að kanna grundvöll fyrir nýtt tímarit á ensku sem fjallaði um norræn viðfangsefni og tók Guðrún Kristinsdóttir þáverandi formaður íslensku samtakanna (Ís-Forsa) þátt í þeirri vinnu. Síðari hluta árs 2010 náðust samningar við útgáfufyrirtækið Taylor & Francis um stofnun nýs tímarits undir heitinu Nordic Social Work Research (NSWR). Áætlað er að fyrsta hefti komi út vorið 2011. Tímaritið verður selt í áskrift, bæði á pappír og í vefaðgangi.

Sem hluti af undirbúningi að útgáfu NSWR eru samningar sem FORSA samtökin gerðu um að ábyrgjast lágmarksfjölda áskrifenda. Af því tilefni er félagsmönnum Ís-Forsa nú boðið að gerast áskrifendur á sérstökum kjörum. 

Þeir félagsmenn sem óska að gerast áskrifendur hins nýja tímarits NSWR eru vinsamlegast beðnir að senda staðfestingu um það til Guðlaugar Jónu Hilmarsdóttur, gjaldkera Ís-Forsa á netfangið gudlaugjona@arborg.is 

Upp aftur

Vinstri hliđ

Leturstćrđir

Upp aftur

Póstlisti




Öryggiskóđi

Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd
Samtök félagsmálastjóra í Evrópu (ESN)
NSWR

Heimsóknir

104 heimsóknir í dag og 626351 samtals
104 flettingar í dag og 696256 samtals

Vefurinn fór í loftiđ 29.03.2007

Upp aftur