Steinunn Bergmann

https://isforsa.net/

Ís-Forsa - Samtök um rannsóknir í félagsráđgjöf - er félag ţeirra sem vilja styđja viđ og efla rannsóknir í félagsráđgjöf. Ís-Forsa var stofnađ í apríl 2002.

Efni

Viðurkenning fyrir framúrskarandi meistararitgerð

18.05.2011 10:34 - 5156 lestrar

Samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf, Ís-Forsa, er hluti norrænna systursamtaka semvinna að framgangi rannsókna og fagþróunar í félagsráðgjöf.

Þann 12. maí 2011 veitti stjórn Ís-Forsa, í annað sinn viðurkenningu fyrir framúrskarandi meistararitgerð á sviði velferðarmála. Viðurkenningin var afhent á aðalfundi samtakanna.  Sérstök sérfræðinganefnd metur ritgerðir sem tilnefndar eru af háskólakennurum.

Tveir einstaklingar sem luku meistaraprófi á sviði velferðarmála árið 2010 með framúrskarandi árangri voru tilnefndir. Þeir voru Antonía María Gestsdóttir fyrir ritgerð sína, Mat á skólamiðaðri geðheilsufræðslu fyrir unglinga. Áhersla á þekkingu, viðhorf, hjálparsækni og úrræði og Agnes Gísladóttir fyrir ritgerð sína, Tíðni og einkenni kynferðisofbeldis gegn konum sem leituðu til Neyðarmóttöku á árunum 1998 til 2007. Þær útskrifuðust báðar með gráðuna Master of Public Health í febrúar 2010.

Að þessu sinni hlaut Antonía María Gestsdóttir viðurkenninguna fyrir ritgerð sína um mat á skólamiðaðri geðheilsufræðslu fyrir unglinga.

Með veitingu þessarar viðurkenningar vill stjórn Ís-Forsa stuðla að viðgangi framhaldsnáms á sviði velferðaþjónustu og telur að viðurkenning fyrir framúrskarandi framlag til rannsókna á meistarastigi getur orðið nemum hvatning og stuðlað að vandaðri nýsköpun þekkingar.

Myndin er frá afhendingu viðurkenningarinnar. F.v. Agnes Gísladóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir samstarfskona Antoníu sem tók við viðurkenningu fyrir hönd hennar og Sigríður Jónsdóttir, formaður Ís-Forsa. Á minni mynd til hægri er Antonía María Gestsdóttir.

2011afhendingallarvef2_3918antoniamariavef_120
Upp aftur

Vinstri hliđ

Leturstćrđir

Upp aftur

Póstlisti




Öryggiskóđi

Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd
Samtök félagsmálastjóra í Evrópu (ESN)
NSWR

Heimsóknir

51 heimsóknir í dag og 626089 samtals
51 flettingar í dag og 695994 samtals

Vefurinn fór í loftiđ 29.03.2007

Upp aftur